Þín örugga greiðsluleið

Leiðbeiningar fyrir þá sem nýta sér fjölbreyttar greiðsluleiðir Pei. 

 1. Um greiðslugátt Pei
 2. Kaupferlið útskýrt
 3. Pei Rest API
 4. Viðbætur fyrir vefsölukerfi
 5. Vörumerki Pei
 6. Um okkur

Greiðslugátt Pei er hönnuð til að vinna með vefsölukerfum og viðskiptahugbúnaði sem vísa á gáttina þar sem kaupandi gengur sjálfur frá kaupum og staðfestir.

Ef kaupandi er innskráður á síðu seljandans sendir vefsíðan upplýsingar um kaupanda auk sölulína, magn og upphæða á greiðslugáttina.

Ef upphæðin er undir 20.000 krónum þarf kaupandinn ekki að vera skráður hjá Pei til að geta gengið frá kaupum. Til staðfesta kaupin óskar hann einfaldlega eftir að fá staðfestingarkóda sendan með sms í símann sinn. Hann slær svo þennan kóda inn í greiðslugáttina til að staðfesta kaupin og samþykkir greiðsluskilmála. Að lokum fær hann senda staðfestingu á kaupunum með tölvupósti.

Kaupandi sem staðfestir kaup undir 20.000 og greiðir kaupin fær sjálfkrafa hærri kaupheimild hjá Pei.

Kaupandi sem skráir sig hjá Pei og stenst lánshæfismat getur fengið heimild fyrir allt að 1.900.000 kr. heildarkaupum hjá Pei.

 

 • Val á greiðslumáta

  Fyrsta skjámynd kaupanda inniheldur kaupupphæð frá vefsölukerfi og kennitölu kaupanda. Kaupandinn velur greiðslumáta, slær inn Gsm númer og óskar eftir staðfestingarkóða í símann sinn.

  Pei - Val á greiðslumáta

 • Staðfestingarkóði

  Kaupandinn fær sendan staðfestingarkóða í sms-i frá Pei.

  Pei - Staðfestingarkóði

 • Greiðsluskilmálar

  Kaupandi slær inn staðfestingarkóða og samþykkir greiðsluskilmála Pei. Kaupandinn getur að sjálfsögðu skoðað greiðsluskilmála Pei ef vill. Því næst gengur hann frá greiðslunni.

  Pei - Greiðsluskilmálar

 • Kaup staðfest

  Að kaupum loknum er kaupandinn sendur til baka á vefsvæði seljanda og fær staðfestingu á kaupnum frá Greiðslumiðlun í tölvupósti og seljanda eftir atvikum.

  Pei - Kaup staðfest

Pei Rest API

Við höfum tekið saman tæknileiðbeiningar fyrir Rest API gáttina okkar.

Tæknileiðbeiningar   Order API

Viðbætur fyrir vefsölukerfi

Pei hefur látið útbúa nokkrar viðbætur (plugins) fyrir ýmis vefsölukerfi.
Tengingar við fleiri kerfi eru í smíðum og koma hér inn jafnóðum og þau klárast.

Pei Woocommerce Plugin

Fyrir Wordpress CMS.
Version 3.01 er fyrir Woocommerce 3.0 og nýrra
Version 1.2 er fyrir Woocommerce 2.9 og eldra  

Pei Joomshopping Plugin

Fyrir Joomla! CMS

Pei Prestashop Plugin

Fyrir Prestashop útgáfur 1.5 og 1.6

Pei Opencart Plugin

Version 1.5 er fyrir Opencart útgáfu 1.5.
Version 1.0 er fyrir Opencart útgáfur 2.3 og yfir.

Pei Magento Plugin

Fyrir vefsölukerfið Magento

Pei Smartwebber Plugin

Fyrir vefsölukerfi Smartmedia

Smartmedia sjá um uppsetningu. Vinsamlegast hafðu samband á pei@pei.is og við klárum málið.

Karfa.is

Vinsamlegast hafðu samband á pei@pei.is og við klárum málið.

Vettvangur

Vinsamlegast hafðu samband á pei@pei.is og við klárum málið.

Stefna

Vinsamlegast hafðu samband á pei@pei.is og við klárum málið.

Um okkur

Pei er greiðsluleið í eigu Greiðslumiðlunar ehf.  Starfsemi Greiðslumiðlunar felst í þróun og rekstri greiðslulausna, kröfukaupum og lánaumsýslu fyrir fyrirtæki, félagasamtök, lífeyrissjóði og opinbera aðila.

Greiðslumiðlun rekur ennfremur skráningar- og greiðslukerfið Nóra sem gerir íþróttafélögum, félagasamtökum, sveitafélögum og fyrirtækjum kleift að einfalda utanumhald um skráningar og greiðslur fyrir námskeið, viðburði og ýmsa aðra þjónustu.

 • Katrínartúni 4
 • 105 Reykjavík
 • Sími 527 5400
 • pei@pei.is

Á þessari síðu eru notaðar vafrakökur í þeim tilgangi að bæta upplifun notenda og halda utan um og mæla frammistöðu vefsins og umferð um hann, svo sem tölfræðilegar upplýsingar um fjölda notenda og hegðun þeirra á honum.

Flestir vafrar heimila notkun á vefkökum sjálfkrafa, en notendur geta sjálfir afvirkjað þann möguleika.

Nánari upplýsingar Samþykkja notkun